Endapunkturinn hjá .

Þjónustum Modernus var lokað þann 31/12/2021. Sjá frétt um lokun Modernusar á vef isnic.is og í tölvupósti sem sendur var á yfirnotendur.

Viðbætt 6/1/2022
Nýstofnað félag, Akita ehf. hefur keypt lénin „teljari.is.“ og „svarbox.is.“ af Interneti á Íslandi hf og um leið tekið á sig fulla ábyrgð á notkun þeirra. Akita kaupir aðeins lénin (og viðskiptavildina sem þeim fylgir) en engan hugbúnað eða gögn um viðskiptavini, heldur verður þeim eytt til samræmis við upplýsingastefnu ISNIC.

Sjá vefsíðu Teljari.is og Svarbox.is

Við þökkum samfylgdina.

Modernus þakkar viðskiptavinum samfylgd síðustu ára.
Svarboxið var búið til og gefið út af Modernus árið 2004 þegar netspjöll við viðskiptavini á heimasíðum fyrirtækja voru óþekkt. Vefur Tryggingamiðstöðvarinnar, tm.is, var fyrstur íslenskra vefja til að bjóða upp á Svarbox.
Vefmæling Modernus hófst í maí árið 2001. Fyrsti opinberi listinn var gefinn var út þann 26. febrúar 2001. Þrír mest heimsóttu vefirnir voru mbl.is, leit.is og simaskra.is], en þeir vefir voru með 76.853, 59.328 og 36.236 notendur þá vikuna.
Margir vefir bættust við og í gegnum árin varð talning á notendum flóknari vegna margra ástæðna. Vélræn umferð jókst margfalt síðastliðinn áratug, vafrar hafa breyst mikið í þá átt að gera mælingar erfiðari, notendur fælast að láta telja sig og aðkeypt umferð sem er eingöngu hönnuð til að hækka notendafjölda.